Meistaramót barna 14 ára og yngri fór fram í vikunni á Nesvellinum.
Til stóð að mótið færi fram á tveimur dögum en veðrið kom í veg fyrir að seinni dagur mótsins færi fram í gær. Því voru úrslit fyrsta dags látin standa sem lokaúrslit mótsins og fóru krakkarnir inn á Nesvelli og spiluðu skemmtigolf í hermunum þegar mótið átti að fara fram úti á velli. Mótinu var slitið að loknu innigolfi með verðlaunaafhendingu og pylsupartíi í skálanum.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Drengjaflokkur 10 ára og yngri:
1. sæti Máni Gunnar Steinsson
2. sæti Leifur Hrafn Arnarsson
3. sæti Jón Agnar Magnússon
Stúlknaflokkur 10 ára og yngri:
1. sæti Elísabet Þóra Ólafsdóttir
2. sæti Þórey Berta Arnarsdóttir
Drengjaflokkur 11-14 ára:
1. sæti Pétur Orri Þórðarson
2. sæti Skarphéðinn Egill Þórisson
3. sæti Benedikt Sveinsson
Stúlknaflokkur 11-14 ára
1. sæti Ragnheiður Guðjónsdóttir
2. sæti Nína Rún Ragnarsdóttir
3. sæti Emilía Halldórsdóttir