Meistaramót Nesklúbbsins í flokkum 14 ára og yngri

Nesklúbburinn Almennt

Meistaramót Nesklúbbsins í flokkum 14 ára og yngri hófst í dag. Keppt er í flokkum 11-14 ára og 10 ára og yngri í stúlkna og drengja flokkum.

Alls taka 24 krakkar þátt í þessum tveimur aldurshópum í mótinu í ár.

Eftir fyrsta dag leiða Ragnheiður I. Guðjónsdóttir sem lék á 102 höggum og Pétur Orri Þórðarson sem lék á 71 höggi í flokkum 11-14 ára.

Í flokkum 10 ára og yngri leiða Elísabet Þóra Ólafsdóttir sem lék á 49 höggum og Máni Gunnar Steinsson sem lék á 58 höggum á 9 holum.

Mótinu líkur á morgun með seinni hring þátttakenda.

Hér má sjá nánari upplýsingar um mótið

.