Eftir vel heppnað unglingamót í júlí verður annað slíkt innanfélagsmót haldið fyrir unglinga 15 ára og yngri miðvikudaginn 3. ágúst. Eins og í síðasta móti verður mótstjórn í höndum Odds Óla Jónassonar meistaraflokkskylfings. Mæting er kl. 10.30 og mun fyrsti ráshópur hefja leik kl. 11.00. Að móti loknu verður slegið til pylsuveislu fyrir alla þátttakendur og mótinu slitið með verðlaunaafhendingu.
Leiknar verða 9 holur og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni í bæði stúlkna- og drengjaflokki sem og verðlaun fyrir lægsta skor í höggleik. Dregið verður í ráshópa óháð kyni og er þátttökugjald 0 kr. Allir krakkar og unglingar eru hvattir til að mæta og leika golf í góðum félagsskap.
Skráning fer fram á nkgolf@nkgolf.is eða á skrifstofu
Unglinganefnd