Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs 2011

Nesklúbburinn Unglingastarf

Þá fer að líða að lokum vertíðarinnar þetta árið. Í tilefni þess er boðað til uppskeruhátíðar í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð miðvikudaginn 14. september klukkan 17.45.

Mikilvægt er að mæta á staðinn á réttum tíma þar sem við ætlum að byrja á að spila keilu í klukkutíma. Eftir keiluna verður pizzuveisla og verðlaunaafhending. Við vonumst til að sjá sem flesta, vinsamlegast staðfestið mætingu á nokkvi@nkgolf.is eða á skráningarblað í skálanum.