Kalt var í veðri og ansi vindasamt þegar að líða tók á daginn í Styrktarmóti unglinga sem fram fór á Nesvellinum í dag. Engu að síður skráðu 105 þátttakendur sig til leiks og mættu 100 sem er fín þátttaka. Þar fyrir utan greiddu nokkrir félagsmenn klúbbsins þátttökugjald án þess að spila og vildu þannig leggja sitt af mörkum, en ágóði mótsins rennur til unglinga- og afreksstarfs klúbbsins. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor mótsins án forgjafar og fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni með forgjöf. Einnig voru veitt verðlaun fyrir 15. sæti, 25. sæti og 50. sæti í punktakeppni ásamt nándarverðlaunum á par 3 holum. Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
Punktakeppni:
1. sæti – Jóhann Unnsteinsson, GKG – 41 punktur
2. sæti – Þorsteinn Svanur Ólafsson, GKG – 40 punktar
3. sæti – Sólveig Björk Jakobsdóttir, GK – 40 punktar
15. sæti – Gunnar Geir Baldursson, NK – 36 punktar
25. sæti – Hákon Sigursteinsson, NK – 35 punktar
50. sæti – Kristinn Arnar Ormsson, NK – 30 punktar
Besta Skor: Rúnar Geir Gunnarsson, NK – 71 högg
Nándarverðlaun:
2./11. braut – Guðmundur Örn Árnason, NK – 1,71M frá holu.
5./14. braut – Ólafur Björn Loftsson, NK – 2,20M holur.
Nánari úrslit á golf.is