Bændaglíman verður haldin á laugardaginn

Nesklúbburinn

Í ljósi þess að veðurspáin hefur farið batnandi undanfarna daga fyrir laugardaginn hefur verið ákveðið að halda Bændaglímuna sem jafnframt er síðasti dagur sumarsins.  Ef svo ólíklega vill til að ekki verði nein rjómablíða verða spilaðar 9 holur en annars að sjálfsögðu 18 holur, enda félagsmenn Nesklúbbsins ekki vanir að láta smá vind hafa áhrif á sig.

Bændur verða eðalhjónin Nökkvi Gunnarsson golfkennari og Ellen Rut Gunnarsdóttir.

Allir félagsmenn hvattir til þess að mæta, taka þátt og kveðja sumarið í sameiningu.

Nánari upplýsingar á golf.is þar sem að skráning fer fram og er hægt að skrá sig til kl. 21.00 í kvöld

Mótanefnd