Vetrarnámskeið í Risinu

Nesklúbburinn

Vetrarnámskeið fyrir félaga verða með svipuðu sniði og undanfarin ár og hefjast strax eftir áramótin. 4 saman í hóp og námskeiðin standa yfir í 10 vikur. Hver tími er ein klukkustund og eru tímarnir að mestu byggðir upp á stöðvaþjálfun. Fyrsti tími í viku 2 og sá síðasti í viku 11. Notast verður við nýjasta tæknibúnað eins og Trackman 4, Boditrak þungaflutningsmottu, Flightscope og fleira. Golfkennarinn kemur ferskur til leiks eftir námskeið haustsins í Ameríku og með fullt af nýjum hugmyndum í farteskinu.

Tímasetningar í boði: mánudagar kl. 20.00 – mánudagar kl. 21.05 – þriðjudagar kl. 16:00 – þriðjudagar kl. 17:05 – miðvikudagar kl. 16:00 – miðvikudagar kl. 19:00 – miðvikudagar kl. 20:05 – miðvikudagar kl. 21:10 – fimmtudagar kl. 12:00 – fimmtudagar kl. 19:00 – fimmtudagar kl. 20:05 – fimmtudagar kl. 21:10 – Föstudagar kl. 12.00.

Síðustu ár hefur selst fljótt upp á námskeiðin og eru félagar því hvattir til að hafa hraðar hendur við skráningu.

Verð 37.500.-kr

Skráning á nokkvi@nkgolf.is