Aðalfundurinn á morgun

Nesklúbburinn

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins verður haldinn í golfskála félagsins miðvikudaginn 29. nóvember nk. kl. 19.30.

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  3. Lögð fram skýrsla formanns
  4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.  Reikningar bornir undir atkvæði.
  6. Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.
  7. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
  8. Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár.
  9. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðenda reikninga skv. 9. gr. laga.
  10. Önnur mál.

Lagabreytingar:

Fyrir liggur tillaga stjórnar klúbbsins um breytingu á 9. grein laga félagsins.  Tillagan liggur til kynningar á heimasíðu klúbbsins: nkgolf.is og á skrifstofu framkvæmdastjóra í golfskálanum.

Ályktun:

Á aðalfundinum 2016 var borin upp til umræðu ályktun um að afnema hjónagjald.  Í grunninn gengur tillagan út á það að allir einstaklingar muni framvegis greiða sama gjald, óháð hjúskaparstöðu.  Á aðalfundinum á morgun mun þessi ályktun verða borin upp  til samþykktar og þar lagt til að í stað hjónagjalds 20-66 ára og hjónagjalds 67 ára og eldri verði til framtíðar eitt einstaklingsgjald í báðum hópum. 
Það skal tekið fram að þessi breyting er ekki lögð fram með það að leiðarljósi að auka tekjur klúbbsins.  Þannig mun samkvæmt þessari tillögu einstaklingsgjaldið lækka fyrir árið 2018 í samanburði við það sem það var árið 2017.

Stjórnarkjör:

Alls bárust fjögur framboð til stjórnar og eitt til formanns.  Framboðsfrestur til stjórnar var skv. 9. grein laga til miðvikudagsins 15. nóvember.

Framboð til formanns: Kristinn Ólafsson

Til stjórnar:

Áslaug Einarsdóttir
Guðrún Valdimarsdóttir
Jóhann Karl Þórisson
Þuríður Halldórsdóttir