Næstkomandi sunnudag verður síðasta púttmót vetrarins haldið í Risinu. Nú verður mótið tvískipt, þ.e. á milli kl. 11.00 og 13.00 verður um hefðbundið fyrirkomulag að ræða og kl. 13.00 hefst svo lokamótið. Í því móti hafa þátttökurétt allir þeir kylfingar sem lent hafa í einhverju af þremur efstu sætunum í púttmótum vetrarins á hverjum sunnudegi.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í lokamótinu og verða reglur fyrir það mót útskýrðar á staðnum.
Það er því um að gera fyrir alla þá sem ekki hafa tryggt sig inn á lokamótið að mæta á sunnudaginn því nú er síðasti séns.
Þeir kylfingar sem hafa nú þegar tryggt sig inn á lokamótið eru hvattir til þess að mæta eigi síðar en 12.45, en þeir eru:
Arnar Friðriksson |
Áslaug Einarsdóttir |
Birkir Rafnsson |
Einar Þór Gunnlaugsson |
Erla Gísladóttir |
Eyjólfur Sigurðsson |
Gauti Grétarsson |
Grímheiður Jóhannsdóttir |
Guðjón Davíðsson |
Gunnlaugur Jóhannsson |
Haukur Óskarsson |
Heiðar Steinn Gíslason |
Hörður Felix Harðarson |
Ingi Þór Olafsson |
Kjartan Óskar Guðmundsson |
Kjartan Steinsson |
Rafn Hilmarsson |
Rannveig Laxdal |
Rúnar Geir Gunnarsson |