Lokapúttmótið, úrslit – Risið lokar í bili

Nesklúbburinn

Í dag fór lokapúttmót Nesklúbbsins fram í Risinu. Mótið í dag var tvískipt, annarsvegar hið hefðbundna púttmót eins og verið hefur alla sunnudaga í vetur og hinsvegar lokamótið þar sem allir þeir kylfingar sem lent höfðu í einhverju af þremur efstu sætunum í einhverju af púttmótum vetrarins fengu þátttökurétt. 

Eftir hið hefðbundna mót sem Kjartan Óskar Guðmundsson sigraði með stæl var komið að lokamótinu sem leikið var eftir útsláttarfyrirkomulagi. Þar urðu úrslit eftirfarandi:

3. sæti – Ingi Þór Ólafson

2. sæti – Oddný Rósa Halldórsdóttir

1. sæti – Haukur Óskarsson

 

Nú lokar Risinu í bili, minnum á að æfingasvæði klúbbsins er opið.

Mótanefnd