Lokapúttmótið í Risinu á sunnudaginn

Nesklúbburinn

Næstkomandi sunnudag verður síðasta púttmót vetrarins haldið í Risinu. Nú verður mótið tvískipt, þ.e. á milli kl. 11.00 og 13.00 verður um hefðbundið fyrirkomulag að ræða og kl. 13.00 hefst svo lokamótið.  Í því móti hafa þátttökurétt allir þeir kylfingar sem lent hafa í einhverju af þremur efstu sætunum í púttmótum vetrarins á hverjum sunnudegi. 

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í lokamótinu og verða reglur fyrir það mót útskýrðar á staðnum.

Það er því um að gera fyrir alla þá sem ekki hafa tryggt sig inn á lokamótið að mæta á sunnudaginn því nú er síðasti séns.  

Þeir kylfingar sem hafa nú þegar tryggt sig inn á lokamótið eru hvattir til þess að mæta eigi síðar en 12.45, en þeir eru:

Arnar Friðriksson
Áslaug Einarsdóttir
Birkir Rafnsson
Einar Þór Gunnlaugsson
Erla Gísladóttir
Eyjólfur Sigurðsson
Gauti Grétarsson
Grímheiður Jóhannsdóttir
Guðjón Davíðsson
Gunnlaugur Jóhannsson
Haukur Óskarsson
Heiðar Steinn Gíslason
Hörður Felix Harðarson
Ingi Þór Olafsson
Kjartan Óskar Guðmundsson
Kjartan Steinsson
Rafn Hilmarsson
Rannveig Laxdal
Rúnar Geir Gunnarsson