Einvígið á Nesinu á morgun

Nesklúbburinn

EINVÍGIÐ Á NESINU – TIL STYRKTAR BARNASPÍTALA HRINGSINS

Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu (shoot-out) verður haldið á morgun og eru allir meðlimir Neskúbbsins sem og aðrir hvattir til þess að mæta.  Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu „Barnaspítala Hringsins“.  Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri þar sem í allri þjónustu er áhersla lögð á að greina þarfir og auka vellíðan skjólstæðinga

Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst Einvigið sjálft (shoot-out) þar sem einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast að lokum um sigurinn.

Þátttakendur í Einvíginu 2018

Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG – Klúbbmeistari GKG 2018
Björgvin Sigurbergsson, GK – Margfaldur Íslandsmeistari
Björn Óskar Guðjónsson GM –  Landsliðsmaður í golfi og 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleik 2018
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR – Klúbbmeistari GR 2018 og Íslandsmeistari drengja 15-16 ára
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS – Klúbbmeistari GS 2018 
Kristján Þór Einarsson, GM – Klúbbmeistari GM 2018 og sigurvegari Einvígisins 2017 
Ólafur Björn Loftsson, NK- Klúbbmeistari Nesklúbbsins 2018 og atvinnukylfingur
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Landsliðskona í golfi og Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2018 
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR – Klúbbmeistari GR 2018 og margfaldur Íslandsmeistari 
Rúnar Arnórsson, GK – Landsliðsmaður í golfi og Íslandsmeistari karla í holukeppni 2018