Opnun inn á sumarflatir

Nesklúbburinn

Sumardagurinn fyrsti stefnir í að verða með þeim hlýrri sem við Íslendingar höfum upplyfað.  Við ætlum að fagna því almennilega með því að opna inn á sumarflatir á fimmtudaginn 25 apríl kl 08:00.  

Flatirnar koma vel undan vetri og verða fljótt komnar í frábært stand ef veður og vindar reynast okkur í meðallagi hagstæðir á næstunni.  Vélarnar hafa aðeins verið að stríða okkur síðustu daga. Nokkrar sjaldséðar bilanir hafa verið að taka af okkur tíma við vallarstörfin á sama tíma og þær hafa fækkað hárunum á höfði vallastjórans.  Af þeim sökum getum við ekki lofað því að allar glompur verði komnar í sitt fínasta stand, en við vinnum hörðum höndum að því að bæta úr því á allra næstu dögum.  Það mikilvægasta er að komast út á völl og njóta blíðunar.  Ef eitthvað er að marka spár, þá verður hlýrra á fimmtudaginn en allann maí, júní og júlí í fyrra!  

Gleðilegt golfsumar

Vallastjóri