Íslandsmót golfklúbba í flokki eldri kylfinga var haldið um helgina. Nesklúbburinn sendi að sjálfsögðu lið til keppni í bæði kvenna- og karlaflokki og var árangurinn mjög góður. Í karlaflokki var leikið á Leirunni á Suðurnesjum og enduðu karlarnir í 6. sæti. Í kvennaflokki var leikið í Öndverðarnesi og enduðu dömurnar okkar í 5. sæti. Flottur árangur hjá báðum sveitum Nesklúbbsins og óskum við þeim til hamingju. SVeitirnar voru þannig skipaðar:
Eldri kylfingar kvenna, 1. deild – leikið í Öndverðarnesi
Ágústa Dúa Jónsdóttir
Áslaug Einarsdóttir
Erla Pétursdóttir
Jórunn Þóra Sigurðardóttir
Oddný Rósa Halldórsdóttir
Sigrún Edda Jónsdóttir
Þuríður Halldórsdóttir
Þyrí Valdimarsdóttir
Liðsstjóri: Ágústa Dúa Jónsdóttir
Árangur: 5. sæti
Eldri kylfingar karla, 1. deild – leikið á Leirunni
Aðalsteinn Jónsson
Arngrímur Benjamínsson
Baldur Þór Gunnarsson
Eggert Eggertsson
Friðþjófur Helgason
Gauti Grétarsson
Gunnlaugur H. Jóhannsson
Hinrik Þráinsson
Sævar Egilsson
Liðsstjóri: Eggert Eggertsson
Árangur: 6 sæti