Laugardaginn 24. ágúst. fer fram innanfélagsmót á Nesvellinum og verður ræst út af öllum teigum kl. 14.00 Mótið er 18 holu punktakeppni þar sem hámaksforgjöf er 36 bæði hjá körlum og konum. Karlar leika á teigum 53 og konur á teigum 47.
Ræst verður út af öllum teigum kl. 14.00 og eru því rástímar í skráningu aðeins til þess að raða niður í holl.
ATH: hámarksþátttökufjöldi er 52 kylfingar.
Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í sjálfu mótinu og nándarverðlaun á par 3 brautum.
Verðlaun:
1. sæti: 30 þúsund króna gjafabréf á Steikúsið
2. sæti: 20 þúsund króna gjafabréf frá NTC
3. sæti: 15 þúsund króna gjafabréf frá NTC
Nándarverðlaun:
2. braut: 5 þúsund króna gjafabréf í veitingasölu Nesklúbbsins
5. braut: 5 þúsund króna gjafabréf í veitingasölu Nesklúbbsins
Skráning hér á golf.is byrjar föstudaginn 16. ágúst og stendur til 23. ágúst kl. 17.00
Mótið reiknast inn í draumahringinn og er í raun lokamótið þar. Að móti loknu hefst svo útreikningur á heildarskori hvers keppenda í draumahringnum og verða veitt verðlaun fyrir 1. sæti í öllum 5. forgjafarflokkunum. Þetta er því síðasti séns til þess að fullkomna hring sinna villtustu drauma 2019.
Stöðuna í draumahringnum má sjá á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is
Þátttökugjald kr. 2.500.-