Kæru NK konur,
Í ljósi frábærra undirtekta á facebook þar sem við spurðum hvort þið mynduð mæta á kick-off kvöld á þessum kórónutímum að þá ætlum við að slá til með eftirfarandi útfærslu:
- Það verða haldin tvö kick-off kvöld (þriðjudaginn 12. og miðvikudaginn 13. maí)
- Hámarksfjöldi á hvort kvöld er 40 NK konur
- Það verður nákvæmlega sama dagskrá bæði kvöldin
- Það þurfa allar að skrá sig í síðasta lagi kl. 17.00 sunnudaginn 10. maí
Eins og alltaf er ætlunin fyrst og fremst að koma saman, skemmta okkur og borða létta máltíð. Fara yfir mót sumarsins sem kvennanefndin stendur fyrir ásamt því að renna yfir helstu breytingarnar í nýja skráningarkerfinu Golfbox.
Mæting er kl. 18.00
Púttdrottning vetrarins verður krýnd og óvæntur glaðningur. Boðið verður upp á tískusýningu þar sem við fáum að kynnast því nýjasta í golftískunni ásamt ýmsu öðru skemmtilegu.
Við viljum með þessu bjóða ykkur NK-konum upp á að styrkja tengslin og sameinast um kröftugt spilasumar.
Sérstaklega viljum við bjóða nýjar félagskonur velkomnar en þetta kvöld er tilvalið til þess að kynnast og sjá hvað hið öfluga kvennastarf klúbbsins hefur upp á að bjóða.
Ath. Eins og áður sagði getum við bara tekið á móti tilteknum fjölda á hvort kvöld. Í skráningarforminu þurfið þið að velja hvorn daginn þið viljið koma. Ef og þá þegar annar dagurinn er orðinn fullbókaður „dettur“ hann út af skráningarforminu.
UPPSELT
Verð aðeins kr. 3.900.-
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar
Bestu kveðjur,
Kvennanefndin
Fjóla, Bryndís og Elsa