Hreinsunardagurinn verður á laugardaginn

Nesklúbburinn

Hinn árlegi hreinsunardagur Nesklúbbsins verður næstkomandi laugardag, 9. maí  Eins og undanfarin ár hefur þessi dagur verið klúbbnum afar miklvægur enda dugmiklir félagar mætt og málað, tyrft, hreinsað rusl af vellinum og margt fleira.  Í framhaldi af hreinsun ætlum við svo að hafa 9 holu punktakeppni þar sem ræst verður út af öllum teigum samtímis.

Í ljósi aðstæðna verður örlítið breytt fyrirkomulag til að forðast miklar hópamyndanir. 

* Það þarf að skrá sig til þátttöku á hreinsunardeginum, skráningu lýkur á hádegi á föstudaginn.
* Til að skrá sig smellirðu á „skrá mig hér“ neðar á síðunni
* Vallarnefnd deilir niður verkefnum á skráða þátttakendur og tilkynnir á heimasíðu klúbbsins á föstudaginn hver gerir hvað
* Það verður ekki pylsupartý á pallinum þetta árið en boðið verður upp á samlokur að hreinsun lokinni
* Athugið að mikilvægt er að velja í skráningunni hvort þú ætlir að spila í mótinu eða ekki

Mæting er kl. 09.55 og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta og opna sumarið með stæl.

Veðurspáin er fín þannig að mætum stundvíslega, gerum völlinn okkar og umhverfi hans enn glæsilegra og eigum saman góðan dag.

ATH: VÖLLURINN ER LOKAÐUR TIL KL: 16.30 

Skrá mig hér