Skráning í ECCO mótið hefst á morgun

Nesklúbburinn

Skráning í ECCO mótið hefst á morgun, föstudag kl. 13.00.

Þær óheppilegu aðstæður eru uppi að skráningarhlutinn í Golfbox er ekki tilbúinn og höfum við því gripið til þess ráðs að fara í sambærilega skráningu eins og í Meistaramótinu okkar, þ.e. að nota gömlu góðu bókina.

Það verður því ekki rafræn skráning í ár heldur fer skráningin fram í bókinni góðu sem staðsett verður í skálanum.  Það er því hægt að koma á staðinn eða að hringja í síma: 561-1930 eftir kl. 13.00 á morgun föstudag. 

Þetta er fyrsta alvöru mót sumarsins og má búast við að það fyllist fljótt og því um að gera að hafa hraðar hendur.

Mótið fer fram laugardaginn 16. maí og er innanfélagsmót, höggleikur og punktakeppni þar sem veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par 3 holum.

Hámarsksforgjöf gefin: 28

Í áframhaldandi útsláttarkeppni komast svo 32 bestu punktaskorin þar sem leikið verður um Bikarmeistartitil Nesklúbbsins og svo 16 bestu brúttóskorin sem leika um Klúbbmeistaratitilinn í holukeppni.

Skráning á golf.is hefst föstudaginn 8. maí og lýkur föstudaginn 15.maí kl. 17.00

Þátttökugjald kr. 3.500