Óhætt er að segja að rokið hafi leikið aðalhlutverk í Opna Radisson Blu – Hótel Sögu mótinu sem fram fór á Nesvellinum í dag. Í verstu kviðunum sýndi vindmælir klúbbsins 16,9 metra á sekúndu og undirstrikar það þær erfiðu aðstæður sem kylfingar áttu við að etja í dag. Rúmlega 100 kylfingar voru skráðir til leiks og voru 87 þeirra sem mættu og kláruðu leik. Forföll á síðustu stundu voru því miður allt of mörg. Skor keppenda var oftar en ekki í samræmi við aðstæðurnar enda afar erfitt og krefjandi að eiga við slíkar aðstæður. Það voru þó flestir þeirra sem kláruðu sem gengu með bros á vör inn í skála að leik loknum, enda fyrst og fremst mætt í flott golfmót til að hafa gaman af enda fór mótið mjög vel fram í alla staði. Svo vildi til í lok mótsins að í höggleik voru tveir kylfingar jafnir á 81 höggi í þriðja sæti. Það voru þeir Bjartur Logi Finnsson og Eggert Rafn Sighvatsson. Þar sem að hvorugur var mættur er kallað var til bráðabana var samkvæmt reglugerð mótsins dregið um sigurvegara. Var það gert af óháðum aðila í viðurvist dómara mótsins og viðstaddra mótsgesta. Var það að Eggert Rafn sem hlaut 3. sætið. Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi:
Höggleikur:
1. sæti – Þórarinn Gunnar Birgisson, NK – 77 högg
2. sæti – Einar Þór Gunnlaugsson, NK – 78 högg
3. sæti – Eggert Rafn Sighvatsson, NK – 81 högg
Punktakeppni:
1. sæti – Friðrik Friðriksson, NK – 36 punktar
2. sæti – Gunnar Gíslason Olafson, NK – 35 punktar
3. sæti – Reynir Erlingsson, GVS – 34 punktar
Nándarverðlaun:
2./11. hola – Oddný Rósa Halldórsdóttir – NK, 1,1 metra frá holu
5./14. hola – Ari Guðmundsson – GR, 6,09 metra frá holu
Nánari úrslit í mótinu má sjá á golf.is