Eftir nýsamþykktar sóttvarnarreglur getum við loks opnað Risið á Eiðistorgi aftur á morgun, miðvikudaginn 13. janúar. Aðstaðan verður opin fyrir félagsmenn alla daga vikunnar þegar ekki eru æfingar fyrir krakka og unglinga (sjá hér) og þá alltaf hægt að koma og slá í net og pútta.
Golfhermirinn er nú þegar mikið bókaður en við hvetjum félagsmenn til að vera vakandi fyrir lausum tímum. Á næstu dögum verður opnað fyrir skráningu í annan golfhermi og þannig reyna að anna eftirspurn.
Við biðjum félagsmenn um að sýna tilgát og fylgja öllum sóttvarnarreglum. Við minnum á að allir þurfa að nota eigin búnað, bæði kylfur og bolta þegar mætt er til æfinga.