Golfnámskeið í Risinu

Nesklúbburinn

Í næstu viku fara af stað 10 vikna (1x í viku) námskeið í Risinu á Eiðistorgi. Námskeiðin eru bæði hugsuð fyrir styttra komna og einnig fyrir vanari kylfinga. Hver æfingatími er ein klukkustund. Markmið námskeiðanna er að vinna í öllum þáttum golfleiksins bæði í golfhermum og á æfingaflötinni í Risinu. Steinn B. Gunnarsson golfkennari mun sjá um þjálfunina. Námskeiðin eru frábært tækifæri til þess að undirbúa sig fyrir nýtt golftímabil með því að vinna í sveiflunni og skerpa á stutta spilinu á nýju ári. 

Námskeiðstímar sem laust er á eru á þriðjudags- og miðvikudagsmorgnum kl 9:00 og 10:00, í hádeginu á miðvikudögum og kl.13 á sunnudögum. 

Þátttökugjald á 10 vikna námskeið 1x í viku er 45.000kr. 

Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráningu veitir Steinn golfkennari á netfanginu steinngunnars@gmail.com eða í síma 823-7606.