Vetrargolf á Nesvellinum

Nesklúbburinn

Í framhaldi af nýjum sóttvarnarreglum er okkur nú heimilt að opna völlinn aftur.  Hægt er að bóka rástíma á golfbox eins og áður.

Þegar leikið er vetrargolf á Nesvellinum skal fylgja eftirfarandi reglum:

*  Völlurinn er eingöngu opinn félagsmönnum Nesklúbbsins
*  Óheimilt er að leika af brautum,  færa skal boltann stystu leið út í kargann (röffið) og leika þaðan
*  Óheimilt er með öllu að leika inn á sumarflatir vallarins sem og af sumarteigum

Þessar reglur eru eingöngu settar fram með það að markmiði að hlífa vellinum eins og kostur er á fyrir sumarið því hann er ákaflega viðkvæmur núna.  Því er hér biðlað til félagsmanna að þeir framfylgi þeim reglum sem lagðar eru fram svo hægt sé að hafa völlinn opinn fyrir félagsmenn á veturna.

Góða skemmtun,
Vallarnefnd