Lokamót kvenna haldið í dag

Nesklúbburinn Kvennastarf

Formlegu kvennastarfi klúbbsins lauk í dag með Lokamóti kvenna sem haldið var á Nesvellinum í vætusömu en þó ágætis veðri.  Mótið er punktamót og var leikið í tveimur forgjafarflokkum þar sem að veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki ásamt nándarverðlaunum og verðlaunum fyrir lengsta upphafshögg á 1. holu.  Fín mæting var í mótið en 48 konur skráðu sig til leiks og voru það 46 sem luku leik.  Að móti loknu var svo boðið upp á hádegisverð í skálanum og verðlaunaafhendingu þar sem m.a. var dregið úr skorkortum fjöldi vinninga.  Einnig var Áslaugarbikarinn afhentur og var það Oddný Rósa Halldórsdóttir sem vann til hans í ár.  Sumarið í ár hefur verið ákaflega viðburðarríkt hjá kvennanefnd klúbbsins og eiga þær stöllur, Þuríður, Bjargey og Guðrún heiður skilinn fyrir vel skipulagt og framkvæmt starf.

Helstu úrslit í mótinu eftirfarandi:

NÁNDARVERÐLAUN

2. HOLA – RANNVEIG LAXDAL – 2,25 METRA FRÁ HOLU

5. HOLA – MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR – 11,2 METRA FRÁ HOLU

LENGSTA UPPHAFSHÖGG Á FYRSTU BRAUT:

RAGNA INGÓLFSDÓTTIR

FORGJAFARFLOKKUR 25 – 36

3. SÆTI – HELGA MATTHILDUR JÓNSDÓTTIR – 21 PUNKTUR

2. SÆTI – MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR – 21 PUNKTUR

1. SÆTI – ELLEN RUT GUNNARSDÓTTIR – 22 PUNKTAR

FORGJAFARFLOKKUR 0 – 24

3. SÆTI – JÓHANNA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR – 18 PUNKTAR

2. SÆTI – HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR – 20 PUNKTAR

1. SÆTI – ÁSLAUG EINARSDÓTTIR – 21 PUNKTUR