Hreinsunardagurinn verður á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Hinn árlegi hreinsunardagur Nesklúbbsins verður næstkomandi laugardag, 30. apríl  Eins og undanfarin ár hefur þessi dagur verið klúbbnum afar miklvægur enda dugmiklir félagar mætt og málað, tyrft, hreinsað rusl af vellinum og margt fleira. Fyrir liggja núna fjölmörg verkefni eftir harðan vetur og vonumst við eftir mörgum höndum til þess að hjálpa til.

* Það þarf að skrá sig til þátttöku á hreinsunardeginum, skráningu lýkur á föstudaginn kl. 20.00 (sjá nánar neðar).

*  Hægt er að velja um tvo viðburði.  Nauðsynlegt er fyrir þá sem ætla að leika í mótinu að hreinsun lokinni að skrá sig á báða staði – aðrir skrá sig bara í þátttökuviðburðinn. 

Á eftir hreinsun og gourmet pylsuveislu að hætti Mario og Harðar verður svo þeim sem tóku þátt í hreinsuninni boðið að taka þátt í 9 holu golfmóti.

Mæting er eigi síðar en 9.45 og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta og opna sumarið með stæl.  Í tilefni dagsins ætla þeir félagar í veitingasölunni að bjóða upp á kaffi og kleinur frá kl. 09.00

Veðurspáin er fín þannig að mætum stundvíslega, gerum völlinn okkar og umhverfi hans enn glæsilegra og eigum saman góðan dag.

Skráning til þátttöku á hreinsunardeginum er inni á golf.is eða með því að smella hér.

Skráning til þess að taka þátt í mótinu (ath. Eingöngu fyrir þá sem taka þátt í hreinsunarstörfum fyrr um morguninn) er inni á golf.is eða með því að smella hér.

ATH: VÖLLURINN ER LOKAÐUR TIL KL: 16.30