Breytingartillaga á vellinum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Eins og margoft hefur komið fram hefur stjórn klúbbsins lengi unnið að því að fækka hættusvæðum á Nesvellinum fyrir bæði iðkendur og starfsfólk.  Eins og fram kom í frétt á heimasíðu klúbbsins í síðustu viku samþykkti stjórnin tillögu vallarnefndar sem lögð var fyrir stjórnarfund þann 6. apríl síðastliðinn.  Tillagan er unnin er af fyrirtækinu Mackenzie&Eber. Tom Mackenzie sem farið hefur fyrir verkefninu fyrir hönd fyrirtækisins mun koma hingað til lands núna á fimmtudaginn í þeim erindagjörðum að kynna tillöguna fyrir félagsmönnum klúbbsins.  Kynningin verður haldin í golfskálanum kl. 20.00 núna, fimmtudaginn 28. apríl.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á fundinn verður, fyrir tilstuðlan fyrirækisins Skjáskot, kynningunni líka streymt á vefslóðinni skjaskot.is/nesklubburinn og einnig í gegnum facebook síðu Nesklúbbsins.  Þannig vonumst við til þess að kynningin nái til sem flestra sem áhuga hafa á málefninu.  Nánari upplýsingar um streymið verður birt á heimasíðu klúbbsins á fimmtudaginn.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig tillagan lítur út, en eins og áður segir mun Tom fara dýpra í forsendur hennar og niðurstöður á fundinum á fimmtudaginn. Ath. ef myndin birtist ekki með fréttinni eða er óljós þá er hún í fullri upplausn á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is eða með því að smella hér.

Stjórnin