Á morgun, miðvikudaginn 13. júní fer fram fyrsta mótið í unglingamótaröð klúbbsins. Mótin eru 9 holu punktamót með fullri forgjöf fyrir alla krakka og unglinga klúbbsins 16 ára og yngri.
Mikilvægt er fyrir krakkana að skrá sig inni á golf.is eða með því að senda mail á haukur@nkgolf.is fyrir klukkan 11 í fyrramálið.
Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.
Þátttökugjald er ekkert.