Skráning hafin í Meistaramótið

Nesklúbburinn

Síðastliðinn fimmtudag hófst skráning í Meistaramót Nesklúbbsins 2012.  Mótið fer fram dagana 30. júní – 7. júlí og má sjá flokkaskiptingu og leikdaga allra flokka inni á golf.is/Nesklúbburinn/skjöl.

Skráning í mótið stendur yfir til kl. 22.00 fimmtudaginn 28. júní í bókinni góðu í golfskálanum.  Í bókinni má einnig sjá frekari upplýsingar um Meistaramótið.