Íslandsmóti golfklúbba í flokkum 14 ára og yngri, 16 ára og yngri og 18 ára og yngri fóru fram í liðinni viku og kláruðust á föstudag. Nesklúbburinn átti tvö strákalið í mótinu og eitt lið í stelpuflokki.
Júlía Karitas Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ingibjörg Guðjónsdóttir, Nína Rún Ragnarsdóttir, Elísabet Þóra Ólafsdóttir og Emilía Halldórsdóttir skipuðu lið NK stúlkna í flokki 14 ára og yngri. Liðstjóri stúlknasveitarinnar 14 ára og yngri var Guðmundur Örn Árnason.
Benedikt Sveinsson Blöndal, Skarphéðinn Egill Þórisson, Pétur Orri Þórðarson, Birgir Örn Arnarsson og Óskar Gísli Kvaran skipuðu lið NK í drengjaflokki 14 ára og yngri. Liðsstjóri drengja 14 ára og yngri var Ólafur Marel Árnason.
Heiðar Steinn Gíslason, Haraldur Björnsson, Tómas Karl Magnússon og Pétur Orri Pétursson skipuðu lið NK pilta í flokki 16 ára og yngri. Liðstjóri pilta 16 ára og yngri var Pétur Ívarsson.
Sveitirnar enduðu allar í 6. sæti Íslandsmótsins og sýndu frábært golf á köflum og voru klúbbnum til mikils sóma.
Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri og í flokki 19-21 árs verður haldið í byrjun september og mun NK senda bæði stelpu og strákasveitir í 12 ára og yngri flokknum og piltasveit í flokki 19-21 árs.