Tíunda og síðasta viðmiðunarmótið í mótaröð LEK, Landssambands eldri kylfinga, var haldið í Borgarnesi síðastliðna helgi. Fimm mót af þessum 10 sem haldin eru yfir keppnistímabilið telja svo til stiga til landsliðs þar sem sex kylfingar skipa lið. Í karlaflokki 55 ára og eldri eru tvö landslið, með og án forgjafar. Í flokki karla 55+ með forgjöf varð Eggert Eggertsson í fyrsta sæti og Friðþjófur Helgason í 4. sæti. Landslið karla mun taka þátt í Evrópukeppninni í Zagreb í Króatíu 8. – 12. júlí næstkomandi. Neskúbburinn óskar þeim félögum til hamingju með árangurinn.