Glæsilegir vinningar í styrktarmóti Nökkva á fimmtudaginn

Nesklúbburinn

Eins og áður hefur komið fram mun á morgun, fimmtudaginn 28. júní verða haldið styrktarmót fyrir Nökkva Gunnarsson sem heldur í októbermánuði til keppni í Bandaríkjunum.  Mótið hefst klukkan 08.00 og mun standa fram á kvöld þar sem í mótslok verður glæsileg verðlaunaafhending um kl. 22.30.  Mótið er opið öllum kylfingum og ekki þarf að bóka rástíma heldur mætir fólk bara og hefur leik þegar því hentar.  Leiknar verða 9 holur eftir punktafyrirkomulagi með forgjöf. Þar fyrir utan verður fjöldinn allur af aukavinningum þar sem m.a. verður lukkuhola.  Allir keppendur í mótinu fá einn bolta og gefst tækifæri á að pútta u.þ.b. 10 metra pútti í stóra holu og fara þannig í pott þar sem dregnir verða út glæsilegir vinningar í mótslok.  Hægt verður að kaupa sér fleiri bolta fyrir aðeins kr. 500 stykkið og auka þannig líkurnar.  Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor, nákvæmasta upphafshöggið, nándarverðlaun á par 3 holum ásamt því að dregið verður úr skorkortum í mótslok.

Fólki gefst kostur á að fara eins marga hringi og það vill gegn kr. 3.000 sem er mótsgjald fyrir hvern hring.

Nesklúbburinn hvetur alla til þess að láta sjá sig og taka þátt í skemmtilegum degi á Nesinu ásamt því að styrkja Nökkva til frekari keppni á erlendri grundu.

Vinningaskrá í mótinu:

Vinningar í mótinu á fimmtudaginn verða eftirfarandi:
2x golfpokar frá Ecco
1x Ecco street golfskór
1x 10.000.- kr gjafabréf frá Ecco
2x Ostakörfur frá Mjólkursamsölunni
2x gjafakörfur frá Asbjörn Ólafsson
2x gjafakörfur frá Te & kaffi
1x gjafabréf fyrir 2 í baðstofuna í Laugum
1x 10.000.- kr gjafabréf frá Thorvaldsen
1x 15.000.- kr gjafabréf frá Eymundsson
1 x gjafabréf á Brunch fyrir 2 hjá Vox Restaurant
1x 5.000.- kr gjafabréf frá Eymundsson
1x 5.000.- kr gjafabréf frá Hole In One
4x geisladiskar frá Senu
1x 15.000.- kr gjafabréf frá Byko/Intersport/Elko
3x taska, handklæði, tí og boltar frá Íslandsbanka
2x derhúfur, 1x flíspeysa, 1x golfbuxur frá JS Gunnarsson
2x handklæðasett frá Rún Heildverslun
1x gjafabréf frá Ellingsen
1x gjafabréf frá Bílaleigu Akureyrar

Fimmtíu fyrstu þátttakendur í mótinu fá vandað golfhandklæði frá ECCO.