Eins og áður hefur komið fram mun á morgun, fimmtudaginn 28. júní verða haldið styrktarmót fyrir Nökkva Gunnarsson sem heldur í októbermánuði til keppni í Bandaríkjunum. Mótið hefst klukkan 08.00 og mun standa fram á kvöld þar sem í mótslok verður glæsileg verðlaunaafhending um kl. 22.30. Mótið er opið öllum kylfingum og ekki þarf að bóka rástíma heldur mætir fólk bara og hefur leik þegar því hentar. Leiknar verða 9 holur eftir punktafyrirkomulagi með forgjöf. Þar fyrir utan verður fjöldinn allur af aukavinningum þar sem m.a. verður lukkuhola. Allir keppendur í mótinu fá einn bolta og gefst tækifæri á að pútta u.þ.b. 10 metra pútti í stóra holu og fara þannig í pott þar sem dregnir verða út glæsilegir vinningar í mótslok. Hægt verður að kaupa sér fleiri bolta fyrir aðeins kr. 500 stykkið og auka þannig líkurnar. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor, nákvæmasta upphafshöggið, nándarverðlaun á par 3 holum ásamt því að dregið verður úr skorkortum í mótslok.
Fólki gefst kostur á að fara eins marga hringi og það vill gegn kr. 3.000 sem er mótsgjald fyrir hvern hring.
Nesklúbburinn hvetur alla til þess að láta sjá sig og taka þátt í skemmtilegum degi á Nesinu ásamt því að styrkja Nökkva til frekari keppni á erlendri grundu.
Vinningaskrá í mótinu:
2x golfpokar frá Ecco
1x Ecco street golfskór
1x 10.000.- kr gjafabréf frá Ecco
2x Ostakörfur frá Mjólkursamsölunni
2x gjafakörfur frá Asbjörn Ólafsson
2x gjafakörfur frá Te & kaffi
1x gjafabréf fyrir 2 í baðstofuna í Laugum
1x 10.000.- kr gjafabréf frá Thorvaldsen
1x 15.000.- kr gjafabréf frá Eymundsson
1 x gjafabréf á Brunch fyrir 2 hjá Vox Restaurant
1x 5.000.- kr gjafabréf frá Eymundsson
1x 5.000.- kr gjafabréf frá Hole In One
4x geisladiskar frá Senu
1x 15.000.- kr gjafabréf frá Byko/Intersport/Elko
3x taska, handklæði, tí og boltar frá Íslandsbanka
2x derhúfur, 1x flíspeysa, 1x golfbuxur frá JS Gunnarsson
2x handklæðasett frá Rún Heildverslun
1x gjafabréf frá Ellingsen