Meistaramótið 2023 – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í dag, þriðjudaginn 20. júní hefst skráning í fullorðinsflokkum fyrir 59. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 28. júní – 8. júlí.  Skráning fer nú í fyrsta um sinn eingöngu fram í gegnum veraldarvefinn (Golfbox) eða á skrifstofu klúbbsins (sími 561-1930) á milli kl. 09.00 og 17.00.  Þannig höfum við hvatt möppuna góðu með virtum enda hefur allt sinn tíma og var skráning í hana orðin ansi dræm undanfarin ár í takti við tæknivædda veröld.  Athugið að skráning í barna og unglingaflokka fer fram dagana 22. – 26. júní og verður auglýst nánar þegar þar að kemur.

Allt um Meistaramótið 2023 má nú sjá á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is/Meistaramótið, eða með því að smella hér

Athugið að taflan sýnir áætlaða leikdaga en það mun ekki koma í ljós fyrr en að skráningu lokinni hvernig endanleg niðurröðun verður – leikdagar og/eða tímar geta því tekið breytingum eftir fjölda þátttakenda.

Skráningu í mótið lýkur stundvíslega kl. 22.00 miðvikudaginn 28. júní og verður endanleg niðurröðun flokka sem og rástímar fyrsta dags birt á heimasíðunni og í Golfbox föstudaginn 30. júní

Lágmarksfjöldi í hvern flokk er þrír leikmenn.  Ef ekki næst tilskilinn fjöldi í einhvern flokk verður hann felldur niður og þátttakendum sem höfðu skráð sig í viðkomandi flokk verður gefinn kostur á að skrá sig í annan flokk.

Í mótsstjórn verða:

Aðalsteinn Jónsson
Erling Sigurðsson
Guðrún Valdimarsdóttir
Haukur Óskarsson
Hjalti Arnarson
Jóhann Karl Þórisson
Þorsteinn Guðjónsson