Skráning á krakkanámskeiðin hefst 2. maí

Nesklúbburinn

Hin sívinsælu námskeið fyrir krakka- og unglinga sem Nesklúbburinn heldur á ári hverju óháð því hvort að þau séu í klúbbnum eða ekki verða að vanda haldin í júní. Markmiðið með námskeiðunum er að kenna undirstöðuatriðin í golfleik, helstu golfreglur, framkomu og umgengni á golfvelli.

Yfirumsjón með námskeiðunum er í höndum golfkennara Nesklúbbsins, Nökkva Gunnarssonar og með honum eru þrír leiðbeinendur á hverju námskeiði.

Námskeið 2013

Námskeið 1. 03. – 07. júní kl. 09.00 – 12.00

Námskeið 2. 10. – 14. júní kl. 09.00 – 12.00

Námskeið 3. 18. – 21. júní kl. 09.00 – 12.00

Námskeið 4. stúlknanámskeið 24. júní – 28. júní kl. 09.00 – 12.00

verð pr. námskeið kr. 12.000.-

Innifalið í gjaldinu er nestispakki sem inniheldur hvern dag:
Rúnstykki með skinku og osti, svali og ávextir.

Skráning hefst 2. maí næstkomandi.  Undanfarin ár hafa færri komist að en viljað og því um að gera að skrá börnin sem fyrst.