Hreinsunardeginum frestað til Uppstigningardags

Nesklúbburinn

Hreinsunardeginum og um leið fyrsta móti sumarsins sem stóð til að halda núna á laugardaginn hefur verið frestað til fimmtudagsins 9. maí sem er Uppstigningardagur.  

Eitt meginverkefnið sem fyrir liggur þennan hreinsunardag er að þökuleggja hluta þeirra nýframkvæmda sem gerðar hafa verið á vellinum í vor.  Vegna óhagstæðra veðurskilyrða um mest allt land undanfarið hafa þeir aðilar sem klúbburinn leitaði til ekki getað skorið torf og því ljóst að ekkert yrði þökulagt næstu helgi.  Er það meginástæða þess að ákveðið var að fresta formlegri opnun sumarsins á laugardaginn og er það svo sannarlega með trega gert. Það er þó mat þeirra sem að málinu komu að verið sé að verja meiri hagsmuni fyrir minni með þessari seinkun.

Hreinsunardagurinn verður því haldinn eins og áður sagði fimmtudaginn 9. maí og hefst stundvíslega klukkan 10.00 þar sem allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.