Fjáröflun unglinga

Nesklúbburinn Unglingastarf

Í fjáröflunarskyni fyrir æfingaferð unglinga í NK til Spánar í apríl hefur verið farið í söluátak. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á að efla unglingastarf klúbbsins að skoða hvað er í boði og senda póst á nkfjaroflun@hotmail.com Pósturinn þarf að innihalda nafn, heimilsfang, tegund vöru og magn. Tölvupóstur með upplýsingum um bankareikning verður sendar til baka. Allar pantanir verða keyrðar heim til kaupenda miðvikudaginn 9.mars nk. Við viljum benda á að fiskur er til í takmörkuðu magni og þurfa pantanir að liggja fyrir föstudaginn 4.mars. Hér gildir fyrstur kemur – fyrstur fær

Fiskur:

5kg. af ýsu kosta 7.500 kr.  Ýsan er 1. flokks, roðlaus og beinlaus frá “Hafgæði” og afhendist fersk í frauðplastkassa. Því getur hver og einn kaupandi pakkað fiskinum fyrir frystingu eftir því sem hentar. Verð 7.500 kr.

Salernispappír:

WC Maxi – 40 rúllur í pakkningu – 46 metrar á hverri rúllu. Venjuleg rúlla er u.þ.b. 24-28 metrar á rúllu og því er hér um góð magnkaup að ræða. Kemur frá Papco. Verð 4.000 kr.

Eldhúsrúllur:

24 rúllur í pakkningu – 12 metrar á rúllu. Kemur frá Papco. Verð 3.100 kr.

Flatkökur:

10 stk. flatkökur í pakkningu. Heilar kökur (kringlóttar) og því gera þetta 20 stk. hálfar eins og verlsað er úti í búð. Verð 900 kr.

Kleinur:

10 stk. kleinur í poka. Verð 700 kr.

Kanelsnúðar:

10 stk. kanelsnúðar í poka. Verð 700 kr.