Ert þú búinn að vinna þér inn þáttökurétt í lokamótið?

Nesklúbburinn Almennt

Nú er lokið 7 mótum af 14 í púttmótaröðinni. Því er ekki úr vegi að rifja upp hverjir hafa unnið sér inn þáttökurétt á lokamótið. Til þess að öðlast þáttöku á lokamótið þarf að enda í einu af þremur efstu sætum í einhverju af mótum vetrarins.

Þegar þetta er skrifað hafa eftirtaldir spilað sig inn: Guðmundur Örn Árnason, Baldur Gunnarsson, Haukur Óskarsson, Nökkvi Gunnarsson, Örn Baldursson, Valur Guðnason, Arnar Gylfi Friðriksson, Ágúst Þorsteinsson, Dagur Jónasson, Helga Kristín Gunnlaugsdóttir og Gunnlaugur Jóhannsson.

Eflaust á eftir að bætast í þennan fríða flokk enda nægur tími enn til stefnu. Til mikils er að vinna því verðlaun í lokamótinu verða í glæsilegri kantinum.