Hreinsunardagurinn á laugardaginn – það vantar fleiri hendur

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Hinn árlegi hreinsunardagur Nesklúbbsins verður núna á laugardaginn, 11. maí.  Skráning gengur vel en það vantar fleiri hendur því næg eru verkefnin til þess að gera völlinn okkar sem snyrtilegastan fyrir sumarið.

* Það þarf að skrá sig til þátttöku á hreinsunardeginum, skráningu lýkur á föstudaginn 10. maí kl. 12.00 (sjá nánar neðar).

Á eftir hreinsun og gourmet pylsuveislu að hætti Mario og  verður svo þeim sem tóku þátt í hreinsuninni boðið að taka þátt í 9 holu golfmóti.

Mæting er eigi síðar en 9.45 og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta og opna sumarið með stæl.  Í tilefni dagsins ætla þeir félagar í veitingasölunni að bjóða upp á kaffi og kleinur frá kl. 09.00

Veðurspáin er fín þannig að mætum stundvíslega, gerum völlinn okkar og umhverfi hans enn glæsilegra og eigum saman góðan dag.

Skráning til þátttöku á hreinsunardeginum er inni á golfbox eða með því að smella hér.

ATH: Á HREINUNARDEGINUM ER VÖLLURINN ER LOKAÐUR TIL KL: 16.30