Vinavellir og „vinir á ferð“

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Nú er búið að birta lista á heimasíðunni yfir þá velli sem eru vinavellir Nesklúbbsins árið 2024.  Þannig gefst félagsmönnum NK kostur á að leika viðkomandi völl gegn lægra gjaldi en gjaldskrá viðkomandi klúbbs segir til um.  Hægt er að sjá með því að smella hér hverjir vinavellirnir eru þetta árið.

Í fyrra gafst félagsmönnum kostur á að bjóða vini/vinkonu á Nesvöllinn gegn lægra gjaldi í þrjú skipti á ákveðnum dögum og það kallað „vinir á ferð“.  Nú í ár ætlum við að prufa að hafa það óháð fjölda hringja.  Þannig gefst félagsmönnum því kostur á að bjóða einhverjum með sér á fyrirfram ákveðnum dögum og tímum. Vinsamlegast smellið hér til að sjá reglurnar um „vinir á ferð“ 2024.  Það skal ítrekað hér eins og stendur í reglunum að vinsamlegast ekki biðja starfsfólk um að veita þennan afslátt á öðrum dögum og/eða tímum.

Nefndin