Það er þónokkuð að gera næstu daga á Nesvellinum en jafnframt er það þannig að í flestum tilvikum er völlurinn meira og minna opinn fyrir félagsmenn og gesti.
Fimmtudagur 25. júlí: Fimmtudagsmót – mótið er fyrir þá félagsmenn sem vilja, skráning fer fram á skrifstofu og verður hægt að fara út til kl. 18.00. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og besta skor. Félagsmönnum gefst kostur á að taka með sér gest í þessi mót sem borga þá eingöngu mótsgjald, kr. 2.000. Gestir geta ekki unnið til verðlauna í mótinu. Völlurinn er opinn allan daginn fyrir þá sem ekki vilija taka þátt í mótinu.
Föstudagur, 26. júlí: lokað mót – völlurinn er lokaður á milli kl. 16.30 og 20.00
Laugardagur, 27. júlí: Opna hótel saga – völlurinn er lokaður til ca. kl. 18.00
Þriðjudagur, 30. júlí: kvennamót NK-Kvenna – völlurinn opinn fyrir aðra allan daginn