Yfir 600 manns á biðlista í klúbbinn

Nesklúbburinn

Í gærkvöldi hlaut einstaklingur sem skráði sig á biðlista í Nesklúbbinn þann vafasama heiður að verða númer 600 á listanum.  Nú þegar þetta er skrifað eru komnir 604 á biðlista í klúbbinn sem þýðir í raun að biðlisti í Nesklúbbinn er fjölmennari en 7. fjölmennasti golfklúbbur landsins.  Félagar í Nesklúbbnum telja í dag um 670 manns og er klúbburinn sá sjötti fjölmennasti á landinu og sá langfjölmennasti sem er með 9 holu völl.  Það er í raun ekki spurning um hvort heldur hvenær biðlistinn verður orðinn stærri en klúbburinn sjálfur og hlýtur það að teljast fáheyrt í golfheiminum sem og eflaust annarsstaðar.