Frábærar aðstæður í Opna Hótel Sögu mótinu í dag – úrslit

Nesklúbburinn

Opna Hótel Saga mótið fór fram á Nesvellinum í dag.  Fullt var í mótið og komust færri að en vildu enda aðstæður frábærar þar sem hitinn fór í rúmlega 20 gráður þegar best var og glampandi sól eftir hádegi.  Skor kylfinga var í takt við veðrið og fengu margir góða lækkun á forgjöf sinni í mótinu.  Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni með forgjöf og höggleik án forgjafar ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautunum.  Í punktakeppninni var það Kjartan Steinsson úr Nesklúbbnum sem sigraði en hann átti sannkallaðan draumahring og lék á 81 höggi.  Kjartan er með 15 í vallarforgjöf og fékk því 42 punkta fyrir hringinn.  Í höggleiknum var það landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson sem lék best allra eða á 68 höggum.  Hringurinn hjá Úlfari var nokkuð þægilegur en hann fékk 14 pör og 4 fugla.  Úlfar vann sér um leið rétt til þess að leika um sæti í Einvíginu á Nesinu – shoot-out mótinu sem haldið verður eins og vanalega á frídegi verslunarmanna.  

Annars voru helstu úrslit í mótinu eftirfarandi:

Höggleikur:

1. sæti – Úlfar Jónsson, GKG – 68 högg
2. sæti – Derrick Moore, GKG – 71 högg
3. sæti – Steinn Baugur Gunnarsson, NK – 72 högg

Punktakeppni:

1. sæti – Kjartan Steinsson, NK – 42 punktar
2. sæti – Arnar Guðmundsson, GKJ – 41 punktur
3. sæti – Aðalsteinn Jónsson, NK – 40 punktar

Nándarverðlaun:

2./11. braut – Úlfar Jónsson, GKG – 85 cm. frá holu
5./14. braut – Gísli Hall, GR – 1,92 metra frá holu