Magnað herrakvöld framundan

Nesklúbburinn

Eins og áður hefur verið auglýst verður herrakvöld Nesklúbbsins haldið föstudaginn 28. febrúar.

Dagskráin er í dýrari kantinum þar sem veislustjóri verður Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður og skemmtikraftur,  ræðumaður kvöldsins verður Ellert B. Schram, klúbbélagi úr Nesklúbbnum, KR-ingur og fyrrverandi alþingismaður og þá mun Björn Jörundur úr hljómsveitinni Ný-dönsk koma og taka nokkur lög ásamt að sjálfsögðu happdrætti og frábærum félagsskap.

krissi kokkur mun að eigin sögn bjóða upp á besta hlaðborðið hingað til og hafa þau nú verið mögnuð undanfarin ár.

Miðaverð það sama í fyrra, einungis kr. 5.500.-

Aðeins 70 miðar í boði, fyrstir koma fyrstir fá.  Skráning er hafin á nkgolf@nkgolf.is eða í síma: 561-1930