Herrakvöld Nesklúbbsins fer eins og áður hefur verið auglýst fram núna á föstudaginn. Dagskráin er í dýrari kantinum þar sem Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður og skemmtikraftur mun sjá um veislustjórnina, Ellert B. Shcram félagi í Nesklúbbnum, KR-ingur og fyrrverandi alþingismaður verður ræðumaður kvöldsins og þá mun Björn Jörundur tónlistarmaður koma og taka nokkur lög. Happdrætti, frábær matur og stórkostlegur félagsskapur mun einnig gera það að verkum að enginn ætti að láta þetta fram hjá sér fara.
Einungis eru átta miðar eftir óseldir og því um að gera að hafa hraðar hendur.
Húsið opnar kl. 18.30 og mun borðhald hefjast kl. 19.30.
Miðaverð einungis kr. 5.500 og greiðist á staðnum eða með millifærslu.
Skráning á nkgolf@nkgolf.is eða í síma 561-1930