Opnað fyrir rástíma í fyrramálið

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir, Póstlistar Aukaaðild

Á morgun laugardag á milli kl. 11.00 og 13.00 fer fram hinn árlegi viðburður „Draumahöggið á Nesinu“.  Viðburðurinn fer aðeins fram á 9. braut og í staðinn fyrir að loka öllum vellinum eins og ráðgert var hefur nú verið opnað fyrir alla rástíma á morgun, laugardaginn 6. september.  Það er því um að gera að nýta sér góða veðrið sem framundan er – en munið að ef þið skráið ykkur á rástíma ca. á milli kl. 09.00 og 11.00 þá getið þið átt von á því að þurfa að hætta leik eftir 8 holur.

Mótanefnd