Frost í kortunum, eingöngu félagsmenn og æfingasvæðið lokar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar karlar

Kæru félagsmenn,

Þar sem að spáð er frosti í næstu viku verður nú hafist handa við að ganga frá öllu vatns- og vökvunakerfi á vellinum.  Æfingasvæðið mun í framhaldinu loka eftir mánudaginn.

OPIÐ INN Á SUMARFLATIR: Við ætlum að hafa áfram opið inn á sumarflatir en gera má gera ráð fyrir að lokað verði fyrir rástíma einhverja morgna ef svo ber undir.  Til þess að geta haft völlinn opinn eins lengi og mögulegt er að þá er algjör lykil forsenda að við séum dugleg að gera við boltaför og göngum vel um teigana.  Ef umgengni verður slæm að þá því miður sjáum við okkur ekki fært að hafa flatirnar og teigana opna þannig að vöndum okkur.

NAUÐSYNLEGT AÐ SKRÁ SIG Á RÁSTÍMA: til þess að geta stýrt umferðinni með út frá frosti eða öðrum forsendum er nauðsynlegt að við skráum okkur áfram á rástíma.  Frekar en undanfarnar vikur er ekki nauðsynlegt að staðfesta tímann en við hvetjum að sjálfsögðu alla til að afbóka tímann ef þið hættið við.

EINGÖNGU FÉLGASMENN: Athugið að frá og með mánudeginum 20. október er völlurinn eingöngu opinn fyrir þá kylfinga sem eru með aðildarnúmer í Nesklúbbnum.  Þetta þurfum við sem félagsmenn að virða og um að gera að ef við verðum vör við einhverja utanaðkomandi að benda á þessa reglu.

Vallarnefnd