Hið bráðskemmtilega Jónsmessumót verður haldið laugardaginn 20. júní nk. Í þessu móti er það hvorki getan né metnaðurinn sem ræður ríkjum heldur er það gleðin og góða skapið því þetta er bara gaman. Ræst verður út af öllum teigum kl. 18.00 og verður happy-hour í veitingasölunni frá klukkan 16.30.
Leikið verður eftir texas-scramble fyrirkomulagi á léttu nótunum þar sem margt verður brallað, m.a. afbrigðilegar holustaðsetningar, nándarverðlaun á 9. braut, lukku-púttholan og margt, margt fleira.
Að sjálfsögðu verður búningakeppni eins og venjulega og þá verða einnig veitt verðlaun fyrir skrautlegasta golfsettið.
ÞEMA MÓTSINS ER: HATTAR OG HÁRKOLLUR
Að móti loknu verður svo standandi veisluhlaðborð að hætti Veislunnar og verðulaunaafhending.
Skráning er hafin á töflunni í skálanum og stendur til fimmtudagsins 18. júní.
Þátttökugjald: Mót og matur kr. 4.500 – bara mót kr. 2.000 – bara matur kr. 3.500
Aldurstakmark er 20 ár.