Opna Þjóðhátíðardagsmótið í dag – úrslit

Nesklúbburinn

Opna þjóðhátíðardagsmótið var haldið á Nesvellinum í dag.  Færri komust að en vildu enda mótið og verðlaunin með þeim glæsilegri sem Nesklúbburinn býður uppá á hverju sumri.  Blíðskaparveður var frameftir degi þrátt fyrir sólarleysi og þótt að bætt hafi í vindinn þegar leið á daginn voru aðstæður hinar bestu á meðan mótinu stóð.  Það má segja að þátttakendur hafi verið í sannkölluðu þjóðhátíðarformi enda skor dagsins með því betra sem sést hefur á Nesvellinum þar sem að þrjátíu og einn kylfingur voru með 36 punkta eða meira og þar af sjö kylfingar með fjörtíu punkta eða meira.  Í höggleik þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit þar sem að þeir Kristinn Karl Jónsson og Nökkvi Gunnarsson voru jafnir á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari vallarins. Svo fór að lokum að Kristinn Karl fékk sigraði á þriðju holu bráðabanans með pari á meðan Nökkvi fékk skolla.   Í verðlaunaafhendingu að móti loknu voru vinningshafar eftirfarandi:

Höggleikur:

1. sæti: Kristinn Karl Jónsson, NK – 70 högg
2. sæti: Nökkvi Gunnarsson, NK – 70 högg
3. sæti: Haukur Óskarsson, NK – 72 högg

Punktakeppni:

1. sæti: Eggert Sverrisson, NK – 41 punktur
2. sæti: Lilja Elísabet Garðarsdóttir, GO – 41 punktur
3. sæti: Arngrímur Benjamínsson, NK – 41 punktur

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Steinn Baugur Gunnarsson, NK – 48cm frá holu
5./14. braut: Gunnar Gíslason, NK – 2,56m frá holu
8./17. braut: Einar Þór Gunnlaugsson, NK – fékk örn

Nánari úrslit má sjá á golf.is