Nokkur sæti laus í OPNA HÓTEL SÖGU mótið á laugardag

Nesklúbburinn

Hið stórskemmtilega OPNA HÓTEL SAGA golfmót fer fram Nesvellinum á laugardaginn.  Glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og höggleik, nándarverðlaun, dregið úr skorkortum eftir verðlaunaafhendingu í mótslok þar sem Sigurður Helgason yfirmatreiðslumaður á Grillinu mætir með brot af því besta af matseðli og gefur viðstöddum.  

Það eru nokkur sæti laus í mótið, frábær veðurspá fyrir laugardaginn – allar nánari upplýsingar og skráning á golf.is