Hin nýja inniaðstaða Nesklúbbsins sem nú hefur fengið nafnið RISIÐ var formlega opnuð á laugardaginn. Að því tilefni boðaði klúbburinn til samkomu í aðstöðunni sem staðsett er á 3. hæðinni á Eiðistorgi. Formaður Nesklúbbsins, Kristinn Ólafsson hélt stutta tölu þar sem hann meðal annars opinberaði niðurstöður í nafnasamkeppni sem fram fór á meðal félagsmanna um nafn aðstöðunnar og var nafnið „RISIГ valið úr tæplega 70 innsendum tillögum. Einnig fór Kristinn yfir mikilvægi aðstöðunnar fyrir bæjarfélagið með tilliti til íþróttastarfs ekki síst fyrir krakka og unglinga sem og og einnig félagslega fyrir eldri borgara Seltjarnarness. Þá tók Sigrún Edda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness til máls þar sem hún m.a. óskaði Nesklúbbnum sem og öllum bæjarbúum Seltjarnarness innilega til hamingju með þessa glæsilegu íþróttaaðstöðu.
Myndir frá opnuninni má sjá hér á síðunni undir „myndir“ „Risið- opnun“