Skráning er nú hafin í BYKO innanfélagsmótið sem fram fer á Nesvellinum næsta laugardag. Leiknar verða 9 holur eftir punktafyrirkomulagi og verða veitt verðlaun fyrir efstu fimm sætin. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og nándarverðlaun.
Hægt er að skrá sig á golf.is fram til klukkan 18.00 á föstudag.