10 vikna golfnámskeið í vetur

Nesklúbburinn Almennt

 

Í vetur ætla ég að bjóða uppá alhliða golfnámskeið í inniaðstöðu klúbbsins við Sefgarða. Námskeiðið hefst í annari viku janúar og líkur í 11. viku í mars. 4 kylfingar í hverjum hópi og verður boðið uppá þrjár mismunandi tímasetningar. Á þriðjudögum frá 17:00 til 18:00 eða 18:10 til 19:10 og á miðvikudögum frá 17:00 til 18:00.

Á námskeiðinu verður farið yfir alla helstu þætti leiksins. Sveifluna, stutta spilið, púttin, tölfræði, hvernig á að æfa sig, leikskipulag, og kenndir verða skemmtilegir leikir til þess að krydda æfingarnar, ásamt ýmsu öðru.

Allir þáttakendur fá myndband af sveiflunni í byrjun og lok námskeiðs ásamt möppu með ýmsum hagnýtum fróðleik sem farið verður yfir á námskeiðinu.

Sá þáttakandi sem að nær hlutfallslega mestri forgjafarlækkun frá ársbyrjun (í mótum) og fram að Meistaramóti klúbbsins loknu fær forláta PING G30 driver með sérsniðnu skafti og fláa við sitt hæfi.

Verð á námskeiðinu er 35.000.- kr

Skráning í tölvupósti á nokkvi@nkgolf.is eða í síma 893-4022

Kær kveðja Nökkvi golfkennari.